Kvíslarskóli
  • Virðing - 
  • Þrautseigja - 
  • Ábyrgð

Bólusetning við Covid-19 fyrir nemendur í 7.-10. bekk

20/08/21

Nú í ágúst verður boðið upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Forráðamaður sem óskar eftir bólusetningu fyrir barn sitt þarf að fylgja barni í bólusetninguna eða senda staðgengil 18 ára eða eldri með umboð. Börnum í 7. bekk sem verða 12 ára eftir 1. september býðst bólusetning síðar í haust.

Á höfuðborgarsvæðinu verður bólusett í Laugardalshöll og forráðamenn beðnir að koma með börn sín samkvæmt eftirfarandi skipulagi:

     
   
     

Bóluefnið sem verður notað er frá Pfizer/BioNTech og er það bóluefni sem fyrst fékk markaðsleyfi, bæði fyrir fullorðna og síðar fyrir börn á þessum aldri. Það er komin töluverð reynsla á notkun þess fyrir þennan aldurshóp erlendis og hefur gengið mjög vel.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira