Kvíslarskóli
  • Virðing - 
  • Þrautseigja - 
  • Ábyrgð

Frá skólastarfinu í Kvíslarskóla

06/02/23
Um leið og við minnum á foreldraviðtölin miðvikudaginn 8. febrúar er rétt að segja frá skemmtilegu skólastarfi Kvíslarskóla í síðustu viku.

Skólastarfið var brotið upp á fimmtudag og föstudag með Flipp floppi. Þá var stærðfræðin lögð til grundvallar náminu og ótalmörgu fléttað inn í kennsluna. Hver og einn árgangur var með mismunandi verkefni.

  • Nemendur í 7. bekk smíðuðu byggingu úr kubbum og bjuggu til slönguspil.
  • Nemendur í 8. bekk gerðu tölfræðikönnun í íþróttahúsinu og bjuggu til stærðfræðispil.
  • Nemendur í 9. bekk undirbjuggu þriggja mánaða heimsreisu þar sem meðal annars var reiknaður kostnaður við ferðina.
  • Nemendur í 10. bekk gerðu myndband um stærðfræði í daglegu lífi.

Hér eru eingöngu nefnd örfá dæmi af fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum sem allir höfðu gagn og gaman af.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira