Forvarnir
Meginmarkmið forvarna í Mosfellsbæ er að stuðla að auknu heilbrigði og hamingju barna, ungmenna og fullorðinna, þ.e. fjölskyldunnar í heild sinni, að skapa aðstæður sem eru líklegar til að hafa jákvæð áhrif og efla sjálfstraust og sjálfsmat barna og ungmenna og stuðla að betri menntun, öryggi á heimilum og bættum aðbúnaði og umhverfi barna og unglinga.
Til þess að ná fram þeim markmiðum sem sett eru í forvarnastefnu bæjarfélagsins hafa verið sett á laggirnar ýmis verkefni sem mörg hver hafa gefið góða raun.
Námsráðgjafar
Námsráðgjafar skólans hafa það hlutverk að skipuleggja forvarnarstarf utanaðkomandi aðila með sérþekkingu sem fengnir eru inn í skólann og skipuleggja fundi með nemendum og foreldrum. Námsráðgjafi veitir einnig persónulega ráðgjöf til fjölmargra nemenda ýmist einstaklingslega eða í smærri einingum sem vissulega flokkast einnig undir forvarnarstarf.