Kvíslarskóli
  • Virðing - 
  • Þrautseigja - 
  • Ábyrgð

Kvíslarskóli bar sigur úr býtum á lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskólanna í Mosfellsbæ

25/03/22

Lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskólanna í Mosfellsbæ fór fram í gær fimmtudaginn 24. mars við hátíðlega athöfn í Helgafellsskóla. Fulltrúar nemenda í 7. bekkjum Helgafellsskóla, Lágafellsskóla og Kvíslarskóla lásu svipmyndir úr sögunni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason, ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur og ljóð að eigin vali.

Að þessu sinni fór Kvíslarskóli með sigur af hólmi en Victoria Líf Pedro í 7. VRB hlaut fyrstu verðlaun. Í öðru sæti varð Elín Adríana Biraghi í 7. BBR einnig úr Kvíslarskóla. Í þriðja sæti varð Halldór Ingi Kristjánsson úr Lágafellsskóla. Aðrir keppendur Kvíslarskóla voru Lena Amirsdóttir Mulamuhic í 7. ES og Hólmfríður Lea Elíasdóttir í 7. VRB og stóðu þær sig allar með miklum sóma.

Á hátíðinni var einnig ljóðalestur á pólsku og swahili þar sem Hawadia Martin Peter frá Kenía flutti ljóð á swahili með glæsibrag.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira