Kvíslarskóli
  • Virðing - 
  • Þrautseigja - 
  • Ábyrgð

Kynning á lokaverkefnum 10. bekkinga

25/05/22

Í morgun var sýning á lokaverkefni 10. bekkinga fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skólans. Verkefnið fólst í því að nemendum var falið að kynna sér starf sem þau höfðu áhuga á að kynnast, helst starf sem snýr að tækni, iðn- verk- og/eða listgreinum. Þau áttu að kynna sér fyrirtækið/starfsemina almennt og gera kynningar í formi bæklings, myndbands, heimasíðu og greinargerðar.

Það var samróma álit foreldra og starfsfólks skólans að sýningin hafi farið vel fram. Krakkarnir voru upp til hópa kurteisir, tóku áhugasamir og brosandi á móti gestum sínum og virtust eiga svör við spurningum sem beint var til þeirra. Markmiðið með starfskynningunni var meðal annars að ýta undir áhuga þeirra á námi og hvers skonar þekkingarleit. Þau virtust öll vera sammála um að þeim markmiðum hafi verið náð. Þá var ánægjulegt að heyra um framtíðaráform þeirra því þau virðast flest eiga sér háleit markmið varðandi nám og störf.

Við færum foreldrum bestu þakkir fyrir komuna á lokasýninguna í dag og til hamingju með börnin ykkar.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira