7. bekkirnir fengu góða gesti í heimsókn í dag
04/11/22Rithöfundarnir Arndís Þórarinsdóttir og Ævar Þór Benediktsson heimsóttu 7. bekkina í dag. Umræðuefnið var: Hvernig er hin fullkomna barnabók? Er hún löng eða stutt? Má hún vera um hvað sem er? Hvernig bækur á alls ekki að skrifa? Rithöfundarnir hafa rannsakað þetta mál til hlítar. Þau Arndís og Ævar hafa lesið mikið af bókum, skrifað mikið af bókum og hugsa mikið um bækur. Það reyndist þeim því auðvelt að svara þessum spurningum. Nemendur hlustuðu af athygli enda Arndís og Ævar einstaklega skemmtileg.