Flipp Flopp dagarnir
14/03/23Nemendur í 10. bekk krufu brjóstholslíffæri úr svínum. Markmið krufningarinnar var að nemendur fengju að sjá innyfli dýra, snerta þau og um leið að átta sig á hvernig líffæri líta út. Nemendur voru einstaklega áhugasamir, tóku þátt og unnu samviskusamlega að verkefnum sínum. Nokkrir höfðu á orði hve þeir lærðu mikið á að skoða þetta svona, ræða saman og vinna verkefni, þetta væri svo miklu skemmtilegra og lærdómsríkara en að vinna verkefni í bókinni og það segir meira en mörg orð. Í dag horfðu þau á myndina Lof mér að falla og rætt var um áhrif og skaðsemi fíkniefna.
Nemendur 9. bekkja unnu skapandi verk um sjálfbærni í samfélaginu fyrri daginn og ræddu neysluvenjur. Seinni dagurinn var nýttur í efnafræðitilraunir sem vöktu upp mikla kátínu og áhuga.
Nemendur 8. bekkja unnu með rafmagnsfræði og spreyttu sig á rafmagnssetti og settu upp nokkrar straumrásir.
Nemendur 7. bekkja unnu að nýsköpun, bjuggu til hugmyndir og sáu þær einhverjar verða að veruleika. Margar góðar hugmyndir komu fram sem vonandi nýtast einhverjar skólanum.
Hér ríkir virðing, þrautseigja og ábyrgð. Gleðin er líka allt um lykjandi.
Góð kveðja út í samfélagið frá nemendum og starfsfólki Kvíslarskóla.
Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir.
Til bakaNemendur 9. bekkja unnu skapandi verk um sjálfbærni í samfélaginu fyrri daginn og ræddu neysluvenjur. Seinni dagurinn var nýttur í efnafræðitilraunir sem vöktu upp mikla kátínu og áhuga.
Nemendur 8. bekkja unnu með rafmagnsfræði og spreyttu sig á rafmagnssetti og settu upp nokkrar straumrásir.
Nemendur 7. bekkja unnu að nýsköpun, bjuggu til hugmyndir og sáu þær einhverjar verða að veruleika. Margar góðar hugmyndir komu fram sem vonandi nýtast einhverjar skólanum.
Hér ríkir virðing, þrautseigja og ábyrgð. Gleðin er líka allt um lykjandi.
Góð kveðja út í samfélagið frá nemendum og starfsfólki Kvíslarskóla.
Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir.