Kvíslarskóli
  • Virðing - 
  • Þrautseigja - 
  • Ábyrgð
Upplestarkeppnin

Glæsilegur árangur

29/03/23
Við erum gríðarlega stolt af þessum hæfileikaríku stúlkum sem eru síðustu vikur og mánuði búnar að leggja sig allar fram við að æfa sig í upplestri undir stjórn Bjarkar Einisdóttur deildarstjóra og Kristínar Ástu Ólafsdóttur fagstjóra íslensku, en þær hafa þjálfað nemendur fyrir keppnina.
Úrslit keppninnar voru þau að Elín Helga hlaut fyrstu verðlaun og Ingibjörg Guðný önnur. Það var svo Hrafnhildur Rut Njálsdóttir nemandi í Lágafellsskóla sem hlaut þriðju verðlaun.
Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með glæsilegan árangur en þó sérstaklega okkar stúlkum sem voru skólanum sínum svo sannarlega til sóma í þessari skemmtilegu keppni.UpplestarkeppninUpplestarkeppninUpplestarkeppninUpplestarkeppnin
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira