Valdagar fyrir næsta skólaár
08/05/23Nú er komið að valdögum nemenda fyrir næsta skólaár. Valið fer fram dagana 11. – 16. maí (lokar á miðnætti) og er fyrir verðandi nemendur í 8. - 10. bekkjum.
Nemendur velja heima ásamt forráðamönnum og fer valið fram rafrænt á valgreinar.is/kvislarskoli/val.
Notendanöfn og lykilorð verða send í tölvupósti til forráðamanna og nemenda (mosmennt.is netföng nemenda) þann 9. maí. Valbókin verður einnig send út þar sem farið er yfir það sem er í boði. Mikilvægt er að nemendur skoði vel valbókina áður en opnað er fyrir valið þann 11. maí.
- 8. bekkur (pdf)
- 9. - 10. bekkur (pdf)
Nemendur velja valgreinar fyrir allt skólaárið. Nemendur í verðandi 9. og 10. bekkjum velja fjórar kennslustundir á hvorri önn (alls 8 stundir allt skólaárið). Nemendur í verðandi 8. bekkjum velja tvær kennslustundir hvora önn (4 stundir allt skólaárið).