Lokaverkefni 10. bekkinga.
26/05/23Það er samróma álit starfsfólks skólans að sýningin hafi verið glæsileg. Krakkarnir voru upp til hópa kurteisir, tóku áhugasamir og brosandi á móti gestum sínum og virtust eiga svör við hverri einustu spurningu sem beint var til þeirra. Markmiðið með starfskynningunni var meðal annars að ýta undir áhuga þeirra á námi og hvers skonar þekkingarleit og víkka sjóndeildarhringinn. Þau virtust öll vera sammála um að þeim markmiðum hafi verið náð. Þá var sérlega ánægjulegt að heyra um framtíðaráform þeirra því þau virðast flest eiga sér háleit markmið varðandi nám og störf. Við erum sannarlega stolt af nemendum okkar.
Myndir má sjá á Faceooksíðu skólans.