Skólastarfið
Í Kvíslarskóla er unnið eftir gildunum, virðingu, þrautseigju og ábyrgð.
Í Kvíslarskóla er lagt upp með að skapa námsumhverfi sem er hvetjandi og þroskandi. Leitast er við að koma til móts við nemandann á hans forsendum og efla með honum áhuga á námi og sjálfstæði í vinnubrögðum. Áhersla er á faggreinakennslu og er nemendum ýmist kennt í bekkjum eða hópum.
Öflug list- og verkgreinakennsla er við skólann og eru verk nemenda sýnileg á göngum skólans.