Kvíslarskóli
  • Virðing - 
  • Þrautseigja - 
  • Ábyrgð

Skólareglur

Sýnum jákvæðni og virðingu.
Sýnum öðrum kurteisi og prúðmennsku.

Sýnum sjálfsstjórn og sjálfsöryggi.
Beitum aldrei andlegu eða líkamlegu ofbeldi.

Sýnum samkennd og samvinnu.
Virðum rétt annarra til náms, starfs og leiks.

Sýnum metnað og ábyrgð.
Mætum stundvíslega í allar kennslustundir með námsgögn.

Sýnum tillitssemi og hjálpsemi.
Göngum vel um bæði úti og inni og gefum góðan vinnufrið.

Sýnum reglusemi og sjálfsaga.
Reykingar, veip, notkun munntóbaks og neysla hvers konar vímuefna er bönnuð í skólanum og á skólalóð. Sömu reglur gilda á skemmtunum, skólabíl og ferðalögum á vegum skólans. Neysla orkudrykkja og sælgætis er einnig bönnuð á skólatíma.

Sýnum ábyrgð og sjálfsaga.
Snjalltæki eru einungis notuð með leyfi kennara í kennslustundum.

Sýnum kurteisi og snyrtimennsku.
Förum úr yfirhöfnum og skóm í fatahengi.

Sýnum löghlýðni og tillitsemi.
Akstur á vespum og vélhjólum er bannaður á skólalóð. Upptökur og myndatökur eru ekki leyfðar í skólanum nema með sérstöku leyfi.

Sýnum góðvild og vináttu.
Einelti er aldrei liðið í Kvíslarskóla.

 


 

Viðurlög við agabrotum

Ef nemandi veldur truflun á námi og kennslu og lætur sér ekki segjast við áminningu kennara er heimilt að vísa honum úr kennslustund til stjórnanda. Komi til slíkrar brottvísunar er reynt að leysa málið þar. Hringt er heim í foreldra og nemendur fá að útskýra fyrir foreldrum sínum hvað gerðist.

1. Umsjónarkennari/sérgreinakennari ræðir við forráðamenn.
2. Umsjónarkennari/sérgreinakennari leitar aðstoðar skólastjórnanda.
3. Forráðamenn eru boðaðir til fundar með umsjónarkennara/sérgreinakennara og skólastjórnanda.
4. Nemandinn er í samráði við forráðamenn undir sérstöku tímabundnu eftirliti og skólastjóra kynnt málið.
5. Málinu er formlega vísað til skólastjóra sem í framhaldi vísar málinu til nemendaverndarráðs.

Nemendur eru ábyrgir fyrir því tjóni sem þeir kunna að valda á eigum skólans, starfsfólks eða skólafélaga sinna. Um meðferð agamála vísast að öðru leyti til ákvæða grunnskólalaga.

Minnt er á að í gildandi reglugerðum um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunn- og framhaldsskólum er m.a. kveðið á um að nemendum beri að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla. Jafnframt að þeir beri ábyrgð á eigin námi, framkomu sinni og samskiptum við samnemendur og starfsfólk skóla, þ.m.t. snjallsímum, rafrænum samskiptum og netnotkun. Þá skulu þeir sýna nærgætni og gæta virðingar í allri framkomu sinni.

Ef nemandi verðu uppvís að upptökum eða myndatökum í leyfisleysi er honum vísað heim, foreldrar upplýstir og þeir beðnir um að mæta með nemandanum á fund næsta morgun.

Farsímar eru ávallt á ábyrgð eigenda sinna.


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira