Valgreinar
Nú er komið að valdögum nemenda fyrir næsta skólaár. Valið fer fram dagana 7. maí til og með 14. maí (lokar á miðnætti) og er fyrir verðandi nemendur í 8. - 10. bekkjum.
Nemendur velja heima ásamt forsjáraðilum og fer valið fram rafrænt: valgreinar.is/kvislarskoli/val/
Notendanöfn og lykilorð verða send í tölvupósti til forsjáraðila og nemenda (mosmennt.is netföng nemenda) þann 7. maí. Valbækurnar er að finna hér fyrir neðan. Þar er hægt að skoða þær valgreinar sem eru í boði fyrir hvern árgang. Mikilvægt er að nemendur skoði vel valbókina áður en opnað er fyrir valið. Nemendur velja valgreinar fyrir allt skólaárið.
Nemendur í verðandi 10. bekkjum velja fjórar kennslustundir á hvorri önn (alls 8 stundir allt skólaárið).
Nemendur í verðandi 9. bekk velja þrjár kennslustundir hvora önn (6 stundir allt skólaárið) þeir hafa einnig möguleika á að velja 2 stundir aðra önnina og 4 stundir hina.
Nemendur í verðandi 8. bekk velja 2 kennslustundir hvora önn (4 stundir allt skólaárið).