Tryggingar á skólatíma
Skólabörn í Mosfellsbæ eru tryggð hjá TM tryggingum
Frá og með 1. janúar 2024 munu TM tryggingar sjá um að slysatryggja skólabörn í Mosfellsbæ.
Um slysatryggingu skólabarna
Öll börn, yngri en 18 ára sem eru búsett í Mosfellsbæ og eru skráð í grunnskóla (gildir um slys sem verða á skólatíma, á skólalóð eða í ferð á vegum skólans), leikskóla, dagskóla, á sumarnámskeið, á gæsluleikvelli og í skipulögðu tómstundastarfi félagsmiðstöðva eru nú sjálfkrafa slysatryggð hjá TM tryggingum
Upplýsingar um stöðu mála og tryggingavernd má fá í þjónustuveri TM í síma 515-2000.
Þetta virkar svona:
- 1. Foreldrar greiða sjálfir heimsóknir á heilsugæslu eða til sérfræðinga vegna slyssins (ekki skólinn eða Mosfellsbær)
- 2. Foreldrar fara með nóturnar á skrifstofu TM og fá endurgreitt. Hámark er greitt 400.000 kr úr hverju tjóni gegn framvísun kvittana. Engin eigin áhætta.
Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá TM, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.