Kvíslarskóli
  • Virðing - 
  • Þrautseigja - 
  • Ábyrgð

Matseðill

Mötuneyti

Skólamatur sér um mötuneyti Kvíslarskóla. Matseðil má finna inn á vefnum þeirra skolamatur.is 


Skráning í mötuneyti og óskir um breytingar

Áskriftarbeiðni, uppsögn sem og aðar breytingar verða að fara gegnum skráningaferlið í Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 20. hvers mánaðar. Það nægir ekki að senda skilaboð.

Áskrift flyst sjálfkrafa milli ára. Það þarf því ekki að endurnýja umsókn um mötuneytið á hverju hausti.

Ef nemandi fellur úr áskrift vegna uppsagnar eða skulda verður að sækja um nýja áskrift í Íbúagáttinni. 


Upplýsingar varðandi mötuneyti

Verðlagning byggir á gjaldskrá Mosfellsbæjar. Verð pr. mánuð fer eftir fjölda daga sem nemendur eru í skólanum. Nemendur geta ekki fengið afslátt þó að þau mæti ekki í allar máltíðir. Ekki er veittur systkinaafsláttur.

Greiðsluform

Hver mánuður greiðist fyrirfram hægt er að greiða með gíróseðli eða kreditkorti.

Gíróseðill 

Foreldrar fá gíróseðil sendan heim í byrjun hvers mánaðar. Skrifstofa Mosfellsbæjar sér um innheimtu. Innheimtugjald bætist á hvern gíróseðil.

Kreditkort 

Ef greitt er með kreditkorti verður kortanúmer og gildistími korts að koma fram við skráningu, fyrir 20. hvers mánaðar áður en áskrift hefst.

Skráning í mötuneyti og óskir um breytingar 

Áskriftarbeiðni, uppsögn  sem og  aðar breytingar  verða að fara gegnum skráningaferlið í Íbúagátt Mosfellsbæjar  fyrir 20. hvers mánaðar. Það nægir ekki að senda skilaboð. Áskrift  flyst sjálfkrafa milli ára. Það þarf því ekki að endurnýja umsókn um mötuneytið á hverju hausti.

Ef nemandi fellur úr áskrift vegna uppsagnar eða skulda verður að sækja um nýja áskrift á íbúagáttinni.

Ef nemandi er með fæðuóþol eða ofnæmi verður að skila inn vottorði frá lækni þess efnis til að nemandi fái annað fæði eldað fyrir sig í skólanum.

Ekki verður hægt að endurnýja áskrift við þau sem eru í vanskilum vegna fyrra skólaárs.

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira